Skip to main content
[vc_single_image image=”53031″ img_size=”large”]

Vinter & Bloom er sænskt gæðamerki þar sem einstaklega falleg hönnun og góð gæði mætast. Vinter & Bloom vörurnar eru Oeko-Tex vottaðar, sem þýðir að vörurnar eru án allra efna sem geta verið skaðleg viðkvæmri húð barnsins. Vörurnar eru hannaðar með skandinavíska veðráttu í huga og er því hönnuð fyrir kaldara loftslag og breytilega veðráttu, sem við höfum svo sannarlega hér á Íslandi.

[vc_single_image image=”53038″ img_size=”large” alignment=”center”]

Kerrupokarnir frá Vinter & Bloom eru úr nýju línunni þeirra Chick. Pokarnir eru æðilega mjúkir og hlýjir að innan og bæði vind- og vatnsheldir að utan. Hægt er að renna upp og niður frá á báðum hliðum til að stýra hitastiginu hjá barninu og neðst á pokanum er hægt að opna fyrir skítuga skó. Göt eru fyrir 5 punkta belti og pokinn passar í nánast hvaða vagn sem er. Kerrupokarnir eru Oeko-Tex vottaðir úr lífrænum bómul.

[vc_single_image image=”53039″ img_size=”large” alignment=”center”]

Kerrulúffurnar frá Vinter & Bloom eru algjör snilld og halda höndunum heitum í göngutúrunum. Efnið á lúffunum er vind- og vatnshelt og innan í eru vasar sem hægt er að geyma lykla, veski, síma og fleira. Það er einstaklega auðvelt að smella lúffunum á og færa til og passar á nánast hvaða vagn sem er. Eins og kerrupokarnir eru lúffurnar Oeko-Tex vottaðar.

[vc_single_image image=”53045″ img_size=”large” alignment=”center”]

Regncoverið frá Vinter & Bloom er að sjálfsögðu vind- og vatnshelt og Oeko-Tex vottað. Hægt er að setja plastglugga framan á coverið með götum fyrir öndun, sem líka er hægt að taka af og er endurskin á hliðunum. Taska undir regncoverið fylgir sem hægt er að festa með frönskum rennilás á kerruna svo coverið er alltaf til taks.

Vörur frá Vinter & Bloom