Skip to main content

Afhending

Pantanir reynum við að afgreiða, og koma á flutningsaðila, innan við 24 klukkustundum eftir staðfestingu á pöntun. Sé varan ekki til á lager verður haft samband og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Póstinum og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. Ef annar flutningsaðili er notaður að óskum kaupanda gilda sömu skilmálar. Fífa ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði varan fyrir tjóni frá því varan er afhent flutningsaðila er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Tilboðs- og afsláttarvörum í verslun og netverslun er ekki hægt að skila né skipta.

Póstbox

Ef ekki er tekið fram hvaða póstbox óskað er eftir að fá pöntun senda þá sendum við í það póstbox sem er næst viðskiptavini. Ef póstbox er valið og pöntun passar ekki í boxin hjá Póstinum þá verður varan send á næsta pósthús. Skoða hvaða Póstbox Pósturinn býður upp á.

Droppstaðir og heimsendingar með Dropp á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni

Ef pantað er fyrir kl. 12.00 þá fara pantanir í dreifingu með Dropp, pantanir eftir kl. 12 fara í gang daginn eftir (virka daga):

  • tilbúnar á Droppstöðum á höfuðborgarsvæðinu kl. 17 sama dag
  • tilbúnar næsta virka dag utan höfuðborgarsvæðisins
  • heimsendar sama dag á milli 18-22 alla virka daga

Staðir sem boðið er upp á heimsendingu á landsbyggðinni: Akranes, Eyrarbakki, Hella, Hveragerði, Hvolsvöllur, Selfoss, Stokkseyri, Reykjanesbær, Þorlákshöfn.

Sendingarkostnaður

Við bjóðum upp á fastan sendingarkostnað í netverslun. Með því að velja vörur í körfu bætist við sendingarkostnaður ef óskað er að fá vörurnar sendar. Við áskilum okkur þann rétt að hafa samband við kaupanda ef einhverjar villur kunna að koma upp varðandi útreikning á sendingarkostnaði og leiðrétta ef útreikningur hefur ekki komið rétt út. Við pöntun á stærri og rúmfrekum vörum gerum við kaupanda tilboð í sendingarkostnað símleiðis eða í gegnum tölvupóst.

Fífa mælir ekki með því að senda öryggisvöru eins og bílstóla og base með flutningsaðila til að tryggja að vara hafi ekki fallið eða fengið högg á sig þegar hún afhendist kaupanda. Við mælum frekar að vinur eða ættingi sæki umræddar vörur til okkar í verslun og komi áleiðis til kaupanda.