NXT Twin

Frá: 137.990kr.

Frábært er að keyra Twin kerruna frá Emmaljunga þrátt fyrir að vera með annað hvort tvö kerrusæti eða tvo vagnparta, eða sitt á hvað, í fullri stærð. Kerrusætin sem hægt er að velja hér að neðan leggjast alveg flatt niður. Stór hjól og loftfjöðrun. Stór innkaupakarfa. Hægt að leggja vel saman.

Verðið hér að neðan er bara fyrir stellið. Til að sjá fullt verð á NXT Twin kerrunni að þá þarf að velja tvo parta hér fyrir neðan og setja inn magnið (sæti og/eða vagnparta). Ef þú átt NXT kerru að þá er hægt að kaupa Twin stell stakt og nota partana sem þú átt nú þegar til. 

Flokkar: , Merkimiði: Vörumerki:

Lýsing

NXT Twin Stell

  • Stell með hjólum: frá 16 kg
  • Breidd á stelli með hjólum: 79 cm
  • Samanbrotið með hjólum, LxBxH: 89x79x45 cm
  • Hæð á stýri, lægsta til hæsta: 98-114 cm

NXT Seat Unit Flat

Rúmgott sæti sem hægt er að snúa í báðar áttir og leggja í alveg flata stöðu. Ný höfuðvörn sem veitir barninu auka vörn. Úr 50% endurunnum efnum. Inniheldur alla eiginleika sem sæti ættu að innihalda. Ósvikið handbragð, framleitt í Svíþjóð.

  • Vegur: 5.7 kg
  • LxB á sæti: 104×32 cm

NXT Carrycot

Praktískur og rúmgóður vagnpartur sem nýtist allt að 6 mánaða aldri. Hentugt handfang á skerminum. Smellist með einum smelli á öll NXT stellin, þar með talið NXT Twin. Mjúk dýna með bómullarbólstri. Ósvikið handbragð, framleitt í Svíþjóð.

  • Vegur: 4.6 kg
  • LxBxH (að innan): 76x34x21 cm
  • LxBxH (að utan): 81x38x34 cm