Lýsing
Peli fyrir börn sem eiga í vandamálum með fæðu inntöku. Extra lítið flæði í túttunni. Hentar til dæmis fyrir börn með skarð í vör ofl.
Pelarnir frá Dr. Brown’s eru einstakir á þann hátt að sérstakur loftventill í pelanum sér til þess að loftinntaka er minni þegar barnið drekkur. Loftið flæðir í gegnum túttuna án þess að það blandist við mjólkina. Allir pelarnir frá Dr. Brown’s eru hannaðir þannig að þeir skili örugglega vítamínum (A, C og E) úr mjólkinni til barnsins. Pelinn hefur hentað vel börnum sem fá magakveisu. Pelanum fylgir level 1 tútta sem er fyrir 0-3 mánaða. Svo er hægt að kaupa aðrar stærðir af túttum aukalega fyrir eldri börn. Einnig fylgir sérstakur hreinsibursti til þess að hreinsa loftventilinn.
Allir pelar frá Dr. Brown´s eru án BPA efna og hafa þeir hlotið hin ýmsu verðlaun. Má þar nefna Medical Design Excellence Award 2000. Þá hafa þeir ellefu sinnum hlotið Best of the year verðlaunin.