Skip to main content
search
0

“Okkur finnst ekki nóg að nota einungis umhverfisvæn efni í framleiðsluna okkar. Við viljum ganga lengra. Markmiðið er að gera allt framleiðsluferlið grænt, vörurnar þurfa að hafa langan líftíma og vörurnar þurfa að vera hannaðar svo hægt sé að endurnýta þær, að auðvelta sé að endurvinna þær og jafnvel endurframleiða. Við notum minni orku, vatn, útblástur og hagræðingu í flutningum á vörunni og hráefni. Þannig minnkum við kolefnissporið okkar. Þetta er það sem við keppumst að – þetta er það sem við köllum “Truly Green”.”

Emmaljunga eigandi getur verið öruggur með að kerran og öllu sem við kemur henni sé framleidd undir bestu aðstæðum og að Emmaljunga taki ábyrgð á umhverfinu við framleiðslu og hönnun.

Emmaljunga hefur framleitt kerrur á sama stað síðan 1925 og er því elsta kerru verksmiðja í heimi. Árið 2015 á 90 ára afmæli verksmiðjunnar kynntu þau til leiks NXT línuna. NXT90 merkir “Næstu 90 ár”.

1. Design

  • Nútímaleg hönnun þar sem endingargildi er hámarkað á meðan kolefnissporið er lágmarkað.
  • Sterk og stöðug kerra sem endist vel
  • Allir íhlutir eru hannaðir og framleiddir innanhúss úr endurunnu hráefni, hannaðir svo það sé auðvelt að skipta um þá
  • Þægilegt og öruggt umhverfi fyrir barnið
  • Einkaleyfi á aðferðinni hvernig ál íhlutir eru skrúfaðir saman og í sundur (til að einfalda aðskilnað fyrir endurvinnslu)
  • Hannað á heilbrigðum og öruggum vinnustað

2. Material

  • Endingargott efni sem hægt er endurvinna
  • Efnin hafa mikla litafestu, liturinn helst vel og lengi eins
  • Prófuð að kröfum REACH (Evrópsk Eiturefnastofnun)
  • Litaferlið á efninu dregur úr vatnsnotkun um 80% (Dope Dye Fabric)
  • Norskt Hydro ál (REDUXA) sem hefur 4 sinnum lægra kolefnisspor en venjulegt ál en alveg sömu gæði (Vatns- og sólarorka notuð)(Sjá myndband fyrir neðan)
  • Endingargóð og 100% endurvinnanleg Ecco dekk
  • Kornótt plast er notað í framleiðsluna, unnið eftir að neytendur skila því frá sér eftir notkun

3. Production

  • Öll framleiðsla á sér stað í Emmaljunga verksmiðjunni í Svíþjóð þar sem er heilbrigt og gott vinnuumhverfi
  • Verktakar á svæðinu eru sérvaldir til þess að draga úr kostnaði við flutning til og frá verksmiðjunni
  • Rafhúðun á álinu fer einnig fram í verksmiðjunni
  • Upphitun á allri verksmiðjunni er 100% frá endurunni orku og er laus við gas, kol og olíu
  • Rafmagn frá grænum uppsprettum (Vatnsorka)
  • 1500 fermetra sólarrafhlaða er á þaki verksmiðjunnar (sjá mynd fyrir neðan)
  • Afgangur hita úr framleiðslunni er notaður til kyndingar
  • Við framleiðslu er vatn 100% endurnýtt
  • Allur afgangur af plasti við framleiðslu er notaður aftur til þess að lágmarka kolefnissporið

4. Use

  • Slitþol / Ending er eiginleiki framleiðslunnar og er kerran hönnuð til þess að vera notuð aftur og aftur til lengri tíma
  • Þægilegt og öruggt umhverfi fyrir barnið
  • Stór sæti með löngu baki sem hægt er að nota lengur
  • Efnin hrinda frá sér vatni og drullu og svo auðvelt er að þrífa og halda ferskum, það sama á við um stellið
  • Auðvelt er að skipta um alla íhluti ef eitthvað kemur upp á
  • Endurvinnanleg og slitsterk Ecco dekk
  • Select burðarrúm og sæti ganga á NXT Twin stellið fyrir systkini

5. Recycling

  • Auðvelt er að skrúfa kerruna í sundur og aðskilja mismunandi efni frá hvort öðru til endurvinnslu
  • Endurvinnanlegt efni
  • Endurvinnanleg dekk
  • Endurvinnanlegt plast
  • Endurvinnanlegt ál

Remanufacturing

Í náinni framtíð kemur Emmaljunga til með að endurvinna kerrur sem eru úr sér gegnar og framleiða nýja kerru úr efnunum sem inniheldur nýjustu hönnun og nýjungum á hverjum tíma fyrir sig.

Smelltu á myndbandið hér fyrir neðan ef þú vilt sjá alla þá parta sem þarf til þess að setja saman eina kerru:

 

 

 

 

 

 

Close Menu