Peli Options+ 150ml WN

2.890 kr.

Wide Neck peli frá Dr. Brown´s sem hægt er að nota með eða án loftventils. Einstakir pelar sem henta vel börnum sem fá magakveisu.
Wide neck túttan er hönnuð sérstaklega til þess að líkja eftir brjósti og hentar því vel samhliða brjóstagjöf.

Til á lager

Vörunúmer: 0100630818 Flokkur: Vörumerki:

Lýsing

Peli frá Dr. Brown´s sem hægt er að nota með eða án loftventils. Einstakir pelar sem henta vel börnum sem fá magakveisu.

Pelarnir frá Dr. Brown’s eru einstakir á þann hátt að sérstakur loftventill í pelanum sér til þess að loftinntaka er minni þegar barnið drekkur. Loftið flæðir í gegnum túttuna án þess að það blandist við mjólkina. Allir pelarnir frá Dr. Brown’s eru hannaðir þannig að þeir skili örugglega vítamínum (A, C og E) úr mjólkinni til barnsins. Pelanum fylgir level 1 tútta sem er fyrir 0-3 mánaða. Svo er hægt að kaupa aðrar stærðir af túttum aukalega fyrir eldri börn. Einnig fylgir sérstakur hreinsibursti til þess að hreinsa loftventilinn.

Options+ pelinn býður uppá þann möguleika að fjarlægja loftventilinn úr pelanum þegar pelagjöf barnsins er komin vel á veg.

Allir pelar frá Dr. Brown´s eru án BPA efna og hafa þeir hlotið hin ýmsu verðlaun. Má þar nefna Medical Design Excellence Award 2000. Þá hafa þeir ellefu sinnum hlotið Best of the year verðlaunin.