Lýsing
- Vind- og vatnshelt regncover
- Gluggi með götum sem anda
- Hægt að taka gluggan af
- Má setja í þvottavél við 40°C
Vind- og vatnshelt regncover sem er Oeko-Tex vottað. Gluggi á coveri með götun fyrir öndun sem hægt er að taka af. Endurskin á hliðum. Taska fylgir sem hægt er að festa með frönskum rennilás á kerruna svo coverið er alltaf til taks.
7.490kr.
Litur | Black Diamond, Jade Green, Silver Grey |
---|
Falleg og tímalaus hönnun sem heldur barninu hlýju. Mjúkur að innan og vind- og vatnsheldur að utan. Hægt að renna upp og frá á báðum hliðum til að stýra hitastiginu hjá barninu, einnig er hægt að opna fyrir skítuga skó neðst á pokanum. Göt eru fyrir 5 punkta belti. Passar í nánast hvaða vagn sem er. Oeko-Tex vottaðir kerrupokar úr lífrænum bómul.
Mjúkt, prjónað teppi frá Vinter & Bloom úr 100% lífrænum bómul (GOTS). Klassísk hönnum sem hentar við hvaða tilefni sem er, hvort sem það er heima við eða í kerrunni.
Tímalaus hönnun sem heldur höndunum heitum í göngutúrnum. Efnið utan um er vind- og vatnshelt. Fallegir rennillásar. Vasar að innan sem hægt er að geyma lykla, veski, síma og fleira. Auðvelt að smella á og færa til. Passar á nánast hvaða vagn sem er. Oeko-Tex vottað.
Quinny sólhlífin er sérhönnuð á Quinny kerrur. Með kerrunum fylgir sérstök festing fyrir þessa sólhlíf svo auðvelt er að smella henni af og á. Á eldri kerrum þar sem festingin fylgdi ekki með er hægt að kaupa þær staka á hverja týpu fyrir sig.
Létt og hentugt regnplast sem er sérstaklega hannað fyrir kerrurnar frá Stokke, Trailz, Beat og Xplory. Regnplastið gengur samt með flestum kerrum frá öðrum framleiðendum. Opnanlegt að framan og stór gluggi sem hægt er að opna og loka með frönskum rennilás svo auðvelt er að komast að barninu. Endurskin að aftan og á toppnum. Þornar mjög fljótt og andar vel. Hægt að brjóta saman í innbyggðan aukahlutapoka og smella á stellið þegar vel viðrar.
Regncover sem passar á vagna og kerrur frá Emmaljunga, einnig á aðra vagna í sömu stærð.
Regncover sem passar á NXT Big Star frá Emmaljunga. Frostþolin svo þau henta vel hér á landi.
Regnplast sem passar á B-Agile 3, B-Agile 4, B-motion 3 og B-motion 4.
Flugnanet fyrir Quinny Zapp Flex og Zapp Flex plus kerruna.
Flugnanet fyrir Britax Go/Go Next/Go Big. Passar bæði á kerrusætið og vagnpartinn.