Lýsing
Maxi-Cosi Pebble Pro ungbarnabílstóllinn er með sérhæfðu beltakerfi, sem sér til þess að púðarnir flækjast ekki fyrir þegar barnið er lagt í stólinn. Auk þess að vera með góðu ungbarnainnleggi sem veitir betri stöðu í legu og aukna hliðarvörn. Auðvelt er að hækka og lækka beltin með einum takka aftan á stólnum. Athugið að hægt er að hækka beltin meðan að ungbarnainnleggið er í og lækka aftur niður þegar ungbarnainnlegg er tekið úr. Allt eftir hæð barnsins. Ungbarnainnleggið er notað fyrir ungabörn til allt að 3 mánaða (frá ca.1-4 mánaða).
- Utan um stólinn er gúmmíkantur sem ver plastið fyrir lítilsháttar höggum og nuddi. Einn af bestu ungbarnastólunum í dag.
- FamilyFix base festir stólinn í Isofix festingar bílsins (selt sér).
- I-Size (R129)
- 0-12mánaða eða frá fæðingu, 45 til 75 cm á hæð.
- Sólskyggni og ungbarnainnlegg fylgir
- Stóllinn er 4,55 kg að þyngd
- Áklæði má taka af og þvo samkvæmt þvottaleiðbeiningum
Skoða stólinn nánar á heimasíðu framleiðanda
Athuga hvaða stólar frá Maxi-Cosi passa í bílinn þinn
Af öryggisástæðum er ekki hægt að skila bílstólum né base-um. Við bjóðum upp á að máta stólinn/base-ið í bílinn ef þess er óskað í verslun okkar til að ganga úr skugga um að hann passi. Við mælum ekki með að senda öryggisvöru eins og bílstóla og base með flutningsaðila, mælum frekar með að slík vara sé sótt í verslun okkar.