Lýsing
- NXT90 Stellið
Nútímalegt og mjög stöðugt álstell með EasyFix festingu fyrir burðarrúmið, kerrustykkið og bílstólinn. Sjálfvirkar læsingar sem tryggja öryggi þegar kerran er lögð saman í geymslu eða í bílinn. Stillanlegt handfang úr leðurlíki sem hentar öllum hæðum. Rúmgóð innkaupakarfa á stelli með endurskini. Góð dekk með snúningshjól að framan og auðvelt er að smella öxlum af þegar stellið er sett í skottið á bílnum eða sett í geymslu. - NXT 90/90F hentar vel til notkunar í flest öllum aðstæðum, hvort sem er í möl, grasim, snjó eða á gangstéttum. Grindin er sérstaklega hönnuð til að keyra í ójöfnu undirlagi.
- Kerrustykkið – Kerrustykkinu er hægt að snúa fram og aftur. Rúmgott og með þremur hæðarstillingum á baki. Stillanlegur fótaskemill. Kerrusætið er vel lokað til hliðanna og veitir því góða einangrun.
- Skerminn er hægt að stilla á nokkra vegu. Vatnsfráhrindandi, auðvelt er að þrífa flesta bletti úr efninu, sólarvörn (UPF50+) og með mjúkri fóðringu að innan.
- Athugið! Verðið er fyrir stellið og kerrustykkið. Hægt er að kaupa vagnstykkið sér.
- Svunta fylgir ekki. Hægt að kaupa aukalega
- Stærð á sæti (LxB): 100×32 cm
- Stærð á liggjandi sæti (LxB): 89×32 cm (Eins og á mynd)
- Hægt er að kaupa aukalega svuntu fyrir kerrusæti. Svuntan er fest með fram skerminum og lokar kerrusætinu mjög vel. Hentar vel ef nota á kerruna sem svefnvagn og barnið verður þar með vel varið fyrir veðri og vindum.
- Allt plast í grindinni er úr 100% endurunnu plasti. Allt ál í grindinni er úr 50% endurunnu áli. Allar NXT kerrurnar á ECCO hjólum eru úr endurunnu efnum.