Lýsing
KIDFIX III S Cool Flow er sami stóll og Kidfix III S nema með öðru áklæði. í Cool Flow útgáfunni er áklæðið með enn betri öndunar eiginleika. Kidfix III S er nýjasti og öruggasti stóllinn í flokki 3 frá Britax (15-36kg). Byggt á 50 ára reynslu og rannsóknum, er Kidfix III S framleiddur eftir hæðstu öryggis stöðlum. Vegna lögunar sætisins og höfuðpúðans veitir stóllinn mikil þægindi fyrir barnið. Kidfix III S er enn dýpri setu og breiðari en fyrri útgáfur sem veitir enn betri þægindi eftir því sem börnins eldast.
Það sem gerir Kidfix að besta stólnum er mjög góð hliðarvörn, sem er höggvörn sem er skrúfuð út úr stólnum þeim megin sem hurðin á bílnum er og dregur úr höggi við hliðar árekstur eða bílveltu. Secure Guard veitir betra öryggi með því að halda beltinu á réttum stað, yfir mjöðmum og kemur því veg fyrir aukna áverka á kvið ef barnið kastast fram við árekstur. XP PAD sem er sérstaklega hannaður til að draga úr höggi sem verður á brjóstkassa við árekstur, auk þess að vera extra bólstrun utan um beltin.
- Einn af bestu stólunum frá Britax. Fyrir börn 3.5-12 ára (15-36 kg). Barn þarf að hafa náð 100cm hæð til að geta notað stólinn og hægt er að nota þangað til að barnið nær allt að 150cm.
- Festist með Isofix festinum.
- Ergonomically seating area – Lögun stólsins er hannað með þægindi í huga. Extra bólstrun, dýpra setusvæði og örlítið breiðari en fyrri stólar sem hentar vel þegar börnin verða eldri.
- Nokkrar hæðarstillingar eru á baki.
- V-laga höfuðpúði er sérstaklega hannaður með þægindi í huga þegar börnin sofna í bílnum.
- XP öryggispúðinn á bílbeltinu dregur allt að 30% meira úr högginu sem verður í árekstri heldur en beltið sjálft.
- SICT hliðarvörnin er stillanleg og þarf einungis að hafa á þeirri hlið sem snýr að bílhurðinni. Dregur úr höggi sem verður við hliðar árekstur eða bílveltu.
- Secure Guard, hentar vel fyrir yngstu börin, er festing fyrir mittisbeltið (3 punkta) er svo á setunni svo barnið spennist í 4 punkta belti í stað 3 punkta belti bílsins. Sem hjálpar til við að halda beltinu á réttum stað.
- Áklæði má taka af og þvo samkvæmt þvottaleiðbeiningum
Skoða stólinn nánar á heimasíðu framleiðanda
Athuga hvaða stólar frá Britax passa í bílinn þinn
Af öryggisástæðum er ekki hægt að skila bílstólum né base-um. Við bjóðum upp á að máta stólinn/base-ið í bílinn ef þess er óskað í verslun okkar til að ganga úr skugga um að hann passi. Við mælum ekki með að senda öryggisvöru eins og bílstóla og base með flutningsaðila, mælum frekar með að slík vara sé sótt í verslun okkar.