Skip to main content
[vc_single_image image=“67636″ img_size=“large“]

Eins og nafnið gefur til kynna er Herobility hannað til að gefa þér smá auka „ofurkrafta“ í þínu daglega lífi. Herobility fer með þér í gegnum foreldrahlutverkið, styður þig og barnið þitt í leiðinni. Herobility dáist að börnum og foreldrum því þau takast á við nýjar áskoranir og þróa nýja færni daglega. Herobility telur að allir geti og ættu að gera eitthvað til að reyna að gera heiminn að betri stað.

Eco-línan frá Herobility eru vistvænar vörur. Vörurnar eru framleiddar með plöntumiðuðu efni, lífplasti, eða PLA, úr maíssterkju. Þegar plönturnar vaxa taka þær upp CO2 úr andrúmsloftinu og draga úr kolefnisspor okkar. Eco-lína Herobility er tilraun okkar til að draga úr notkun á hráolíu og í staðinn nota plöntubundin efni.

„Þetta byrjaði alltsaman þegar ég var að verða faðir í þriðja skiptið, þá sló það mig mjög að það hafði ekki verið mikil þróun á pelum. Ég sá fyrir mér hvernig pela sem ég myndi vilja og áttaði mig fljótt á að það var ekkert svipað til á markaðnum. Þegar dóttir mín fæddist byrjaði ég að þróa og hanna pela eins og ég vildi hafa hann og þá varð Baby Bottle til. Dóttir mín elskaði pelann og við foreldrarnir líka – og varð fljótt í uppáhaldi hjá mörgum foreldrum.“

– Mikael Bergstrom, forstjóri og stofnandi.

Mikael og hans teymi settu fleiri nýstárlegar vörur af stað til viðbótar við Baby Bottle ásamt því að stofna Herobility vörumerkið í febrúar 2017. Þökk sé meira en áratugar reynslu af því að vinna með vandaðri líkamsræktarhristara í gegnum Smartshake hefur Herobility farið vel af stað.

Framtíðarsýn hjá Herobiloty er að gera barnavörur sem eru öruggar fyrir börn og gerir lífið auðveldara fyrir foreldra. Staðlarnir eru háir og efnin verða að vera laus við BPA, BPS og önnur eiturefni. Vörurnar eiga að geta farið í uppþvottavél og örbylgjuofn og geta endst í langan tíma og á að vera hægt að uppfæra þær og fylgja barninu í gegnum árin.

[vc_single_image image=“68370″ img_size=“medium“ alignment=“center“]

Allar vörur frá Herobility eru þróaðar af foreldrum og byggðar á raunverulegri reynslu og baráttu.

Herobility hugsar til næstu kynslóðar, ekki bara þegar kemur að því að búa til vörur sem börn elska, líka þegar kemur að því að taka ábyrgð á jörðinni. Þau verja miklum tíma í rannsóknir við að finna nýjar leiðir, nýtt efni og nýjar umhverfisvænni lausnir.

Allar vörur okkar eru án eiturefna eins og BPA, BPS, BPF og DEHP. Framleiðsluaðstaða Herobility í Kína er í samræmi við góða framleiðsluhætti, mannréttindi og ISO9001 og BSCI.

Dæmi um vörur frá Herobility

Smelltu hér til að skoða allar vörur frá Herobility

Það er hjartans mál hjá Herobility að styrkja góðgerðarssamtök sem berjast fyrir réttindi barna og jörðinni okkar eins og t.d. World Childhood Foundation og Trees for the Future.
Síðan 1989 hefur Trees for the Future hjálpað þúsundum samfélaga í Afríku, Asíu og Mið-Ameríku með þjálfun, hlúa að og gróðursetja næstum 65 milljónir trjáa. Samtökin vinna með bændum, verkfræðingum, sjálfboðaliðum og leiðtoga samfélagsins til að auka jákvæð áhrif á umhverfið og fjölskyldur.
World Childhood Foundation var stofnað árið 1989 af H.M. Silvíu drottningu frá Svíþjóð. Tilgangurinn með samtökunum er að vernda rétt hvers barns til öruggrar og kærleiksríkrar barnæsku með því að bæta skilyrði barna sem eru í hættu á ofbeldi eða misnotkun. Hægt er að finna samtökin í Brasilíu, Þýskalandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum og styðja meira en 100 verkefni á heimsvísu. Öll verkefni eru byggð á sömu gildum – börn eiga rétt á eiga barnæsku, öryggi, gleði og forvitni.