Skip to main content

• Hvernig vagn eða kerra hentar mér?

Mikið úrval er af kerrum og vögnum á markaðnum í dag. Mörgum finnst það sem er í boði virka mjög svipað og vera eins við fyrstu sýn. Þegar betur er að gáð er margt frábrugðið og stundum eru það smáatriðin og/eða tilgangur notkunar sem greinir á milli.

„Hvernig ætla ég að nota kerruna eða vagninn og er eitthvað sérstakt sem ég þarf að hún geri fyrir mig?“

Mikilvægt er að huga að því hvaða eiginleikar það eru sem leitað er að og hentar hverjum og einum. Flestar kerrur og vagnar sem eru í boði bjóða upp á að smella bílstól á grindina og bjóða möguleikan á vagnparti, sem er þá í mörgum tilfellum keyptur sérstaklega. Gott er að ákveða hvernig skal nota kerruna eða vagninn, hvort sé notaður í lengri göngutúra eða meira á snattið, inn og út úr bíl.

„Hver er þá munurinn og hvað skal skoða vel?“ 

Munurinn liggur oft í kerrugrindinni sjálfri, styrkleika, hjólunum og gæðum. Einnig getur verið mikill munur á kerrusætinu sjálfu, þá með tilliti til hvaða stillingar sætið býður upp á og hversu langt það er.  Hér á landi skiptir miklu máli hversu vel hægt er að loka kerrum og vögnum og hversu þéttleikinn er mikill.

Mikilvægt er að skoða kerrustykkið vel þó svo að það sé hægt að fá vagnpart á kerrugrindina, því kerran/vagngrindin nýtist mun lengur með kerrusætinu heldur en vagnpartinum.

[vc_single_image image=“55823″ img_size=“large“]

• Það helsta sem þarf að hafa í huga við val á kerru og vagni

- Smelltu á viðeigandi hlut til að fá nánari upplýsingar
[vc_toggle title=“Hvernig ætlar þú að nota kerruna? Hentar kerra eða svefnkerra?“]
 • Bara sem kerru? Ef nota á kerruna í snatt, mikið inn og út úr bíl, er betra að hafa nettara stell sem eru oft á minni hjólum. Eins hentar það þeim sem hafa minna geymslupláss eða aka um á minni bílum. Kerra hentar einnig betur ef það þarf mikið að halda á kerrunni og/eða t.d. fara upp og niður stiga á hverjum degi.
 • Sem svefnvagn? Fyrir þá sem stefna á lengri göngutúra er mun betra að vera með stærri dekk og sterkbyggt stell.  Ef ætlunin er að láta barnið sofa í vagninum þarf að huga vel að því hvað kerrusætið býður upp á þegar barnið hættir að geta notað vagnpartinn. Gott er ef hægt er að leggja kerrusætið í flata stellingu og að sætið bjóði upp á góða breidd og lengd. Því veglegri sem kerran verður tekur hún yfirleitt meira pláss með stærra stelli, hjólum og kerrusæti. Mikill kostur er að kerra sé vel lokuð til hliðanna, að hún lokist vel þar sem skermur og kerrusæti mæstast. Einnig er gott ef skermur og kerrusæti er vel bólstrað en það eykur hlýleika kerrunnar.
[/vc_toggle][vc_toggle title=“Stærðin“]
 • Hafa skal í huga við hvernig aðstæður er hægt að geyma kerruna. Nettari kerra hentar því betur þar sem geymslupláss er lítið þar sem yfirleitt fer minna fyrir henni samanbrotinni heldur en stærra stelli og stærri dekkjum. Eins skal hafa í huga hvort kerran fari oft í og úr bíl.
[/vc_toggle][vc_toggle title=“Hjólbúnaður“]
 • Minni hjól henta betur í styttri gönguferðir og meira á snattið.
 • Stærri hjól og sterkbyggðara stell hentar betur í lengri göngutúra. Því betri sem hjólbúnaðurinn er hentar kerran/vagninn betur í allskyns færð og aðstæður eins og þekkist hér heima og þ.a.l. auðveldara að keyra kerrunni/vagninum.
 • Stundum er hægt að velja á milli snúningshjóla eða fastra hjóla að framan. Með snúningshjólum verður vagninn auðveldari í keyrslu þar sem framhjólin fylgja eftir í öllum beygjum. Vagninn verður því allur léttari og þægilegri og ekki þarft að ýta niður vagninum í beygjum. Flestum snúningshjólum er hægt að smella föstum. Föst hjól henta betur í grófara undirlagi og í snjó. Yfirleitt eru föstu hjólin stærri en snúningshjólin. Þrátt fyrir að hægt sé að smella snúningshjólum föstum er yfirleitt smá sláttur í þeim þegar þau eru föst (auðvitað misjafnt eftir stærð hjóla og tegund af vagni).
 • Loftfyllt dekk henta vel á grófu og mislaga undirlagi og í snjó. Þau gefa meiri mýkt ef þau eru með réttan loftþrýsting. Fylgjast þarf með loftþrýsting í dekkjunum. Fyllt dekk (slöngu og loftlaus dekk) þarf ekki að pumpa í eða skipta um slöngu. Fylltu dekkin geta þrátt fyrir það verið mismunandi á milli framleiðanda, dekkin frá betri framleiðendum eru með góðu gripi og góðri fjöðrun í framhjólunum.
 • ECCO hjól eru fyllt dekk endurunnin úr plasti.
 • Sjá mynd: Stórt hjól með fínu mynstri – Stórt hjól með grófu mynstri – Lítil hjól
 •   
[/vc_toggle][vc_toggle title=“Er kerran vel lokuð?“]
 • Fyrir íslenskt veðurfar er mikilvægt að velja kerru sem er vel lokuð og úr vindþéttu efni.
 • Sérstaklega er mikilvægt að huga að þessu ef ætlunin er að nota kerruna sem svefnvagn. Góðar svefnkerrur eru með kerrustykki sem er örlítið dýpra eykur þannig hlýleika og skerm sem lokast vel niður með kerrusætinu. Misjafnt er hversu vel bólstraðar og vindþéttar kerrur eru. En flestar kerrur sem eru gerðar fyrir norðurlanda markað eru úr vindþéttum efnum eða með vel bólstraðan skerm.
 • Gott er að huga að því hvort hægt sé að fá svuntu á kerruna ef á að nota hana sem svefnkerru. En svunturnar geta verið misjafnar og mikilvægt er að skoða hversu vel svuntan lokar.
 • Hér eru dæmi um vel lokaða kerru sem veitir gott skjól:

 [/vc_toggle][vc_toggle title=“Svunta eða ekki?“]

 • Gott er að hafa í huga áður en kerra er keypt, sérstaklega ef ætlunin er að nota sem svefnkerru hvort þörf er á svuntu eða ekki. Misjafnt er hvort svuntur fylgi með kerrum. Yfirleitt er hægt er að kaupa svuntur aukalega á kerrur, misjafnt eftir framleiðendum.
 • Svuntur geta samt sem áður lokað kerrunni misvel. Á sumum kerrum lokar svuntan kerrunni mjög vel og fer vel upp að skermi kerrunnar/vagnsins og ver því barnið gegn veðrum og vindum, sérstaklega ef kerran er notuð sem svefnkerra.
[/vc_toggle][vc_toggle title=“Sæti fram eða í báðar áttir?“]
 • Ekki eru allar kerrur sem geta snúið í báðar áttir. Og því er mikilvægt að ákveða hvort þörf er á því að geta snúið barninu að sér. Kostur við það að snúa barninu að sér er meiri nálægð við barnið á fyrsta ári barnsins. Kerrur sem geta snúið kerrusæti í báðar áttir eru oft fyrirferðarmeiri þegar þær eru brotnar saman heldur en kerra þar sem barnið getur einungis snúið fram.
[/vc_toggle][vc_toggle title=“Stillanlegt handfang og fótskemill?“]
 • Flestar kerrur og vagnar eru með stillanlegu handfangi og fótskemli. Mikilvægt er að skoða hver hæðastillingin er á handfanginu miðað við þann sem keyrir vagninn mest. Munur getur verið á milli kerru og vagns hvernig hæðin á handfanginu er. Einnig er mikilvægt að skoða hvernig er að keyra kerruna/vagninn á ferð, hvort fætur rekist nokkuð í stell, bremsu og þess háttar.
[/vc_toggle]

Hægt er að opna samanburðartöflu hér fyrir neðan. Þar berum við saman okkar helstu týpur af vögnum og kerrum. Hægt er að smella á nafnið á vagninum eða kerrunni til þess að fá nánari upplýsingar.

[vc_toggle title=“Opna töflu“ custom_font_container=“tag:h2|text_align:left|color:%23005e9e“ custom_use_theme_fonts=“yes“ use_custom_heading=“true“]
[/vc_toggle]

Yfirlit yfir vagna:

[vc_masonry_grid post_type=“product“ max_items=“99″ style=“load-more“ items_per_page=“6″ gap=“20″ orderby=“rand“ btn_title=“Sjá fleiri vagna“ btn_color=“primary“ grid_id=“vc_gid:1635506413154-b9e894f4-1ffc-7″ taxonomies=“1867″]

Yfirlit yfir kerrur:

[vc_masonry_grid post_type=“product“ max_items=“99″ style=“load-more“ items_per_page=“6″ gap=“20″ orderby=“rand“ btn_title=“Sjá fleiri kerrur“ btn_color=“primary“ grid_id=“vc_gid:1635506413154-82a68536-4ff1-9″ taxonomies=“128″]